Kúnstpása eftir Sæunni Gísladóttur er komin út!
Kúnstpása eftir Sæunni Gísladóttur er komin út hjá Sölku og er á leið í bókabúðir um land allt. Við fögnum útgáfunni föstudaginn 21. mars kl. 17 í bókabúð Sölku. Höfundur áritar eintök og bókin verður að sjálfsögðu á útgáfutilboði af því tilefni.