Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga

2,990 ISK

Höfundur Kristín Helga Gunnarsdóttir

Sjá! Boða ég mikinn og frábæran fögnuð!
Fædd er nú stelpa kröftug og mögnuð!

Fíasól er fyrir löngu landsþekktur áhrifavaldur. Hér fara Kristín Helga og Halldór á Fíusólarflug í sprenghlægilegu kvæði sem fjallar um aðdragandann að fæðingu Fíusólar.
En undirtónninn er hyldjúpur og tilfinningaþrunginn þar sem Pippa, systir Fíusólar, glímir á sinn leikræna hátt við höfnun og óöryggi þegar tilkynnt er um fjölgun í Grænalundi í Grasabæ.

Er fákurinn kemur þá fæ ég stíu!
Og fuglinn verður í búri nýju.
Kötturinn sérvitri heimtar humar
og hagamýsnar fá þrekhjól í sumar.