Af hverju báðu þau ekki Evans?
4,490 ISK
Höfundur Agatha Christie
„Var það slys að ókunnugur maður féll fram af klettabrún og dó? Eða bjó eitthvað ískyggilegt að baki? Grunsemdir vakna í huga glaværa vinaparsins Bobby og Francis, ekki síst í ljósi þess hvað maðurinn sagði í andaslitrunum: Af hverju báðu þau ekki Evans? Hver var Evans? Hvað átti maðurinn eiginlega við? Og hvað var hann að gera á þessum slóðum? Þau ákveða að reyna að svara þessum spurningum. En þau verða þess fljótt áskynja að það er hættulegt að spyrja í tengslum við þetta dauðsfall. Brátt eru þau bæði í bráðri lífshættu …
„Saga sem skemmtir og ertir en reynir aldrei á þolrif lesandans eða skynsemi.“ – Times Literary Supplement
„Maður fær aldrei nóg af snilldarlegri og banvænni spennu Christies.“ – Entertainment Weeklys
„Agatha Christie er ódauðleg.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
Jakob F. Ásgeirsson íslenskaði.“