Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Af hverju báðu þau ekki Evans?

4,490 ISK

Höfundur Agatha Christie

„Var það slys að ókunnugur maður féll fram af klettabrún og dó? Eða bjó eitthvað ískyggilegt að baki? Grunsemdir vakna í huga glaværa vinaparsins Bobby og Francis, ekki síst í ljósi þess hvað maðurinn sagði í andaslitrunum: Af hverju báðu þau ekki Evans? Hver var Evans? Hvað átti maðurinn eiginlega við? Og hvað var hann að gera á þessum slóðum? Þau ákveða að reyna að svara þessum spurningum. En þau verða þess fljótt áskynja að það er hættulegt að spyrja í tengslum við þetta dauðsfall. Brátt eru þau bæði í bráðri lífshættu …

„Saga sem skemmtir og ertir en reynir aldrei á þolrif lesandans eða skynsemi.“ – Times Literary Supplement
„Maður fær aldrei nóg af snilldarlegri og banvænni spennu Christies.“ – Entertainment Weeklys
„Agatha Christie er ódauðleg.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni


Jakob F. Ásgeirsson íslenskaði.“