Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Svipur brotanna: Líf og list Bjarna Thorarensen
5,990 ISK
Höfundur Þórir Óskarsson
Undanfarna áratugi hefur lítið farið fyrir Bjarna og ljóðum hans. Sum þeirra lifa að vísu sjálfstæðu lífi í íslensku umhverfi, menningu og tungumáli en bera oft sama svip og veðraður og mosagróinn legsteinn Bjarna. Þar gildir einu hvort fjallkonan á í hlut, ekið er um Gullinbrú í Grafarvogi, gripið er til orðtaksins um að Ísalands óhamingju verði allt að vopni eða rætt um kynlega kvisti mannlífsins. Hvaðan koma þessi orð og fyrirbæri, í hvaða samhengi stóðu þau upphaflega og hver var höfundur þeirra? Í þessari bók er rýnt í líf og list Bjarna.
Þórir Óskarsson er bókmenntafræðingur og hefur um langt skeið sinnt rannsóknum á íslenskum bókmenntum 19. aldar.
Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag