Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fótboltaráðgátan
4,490 ISK
Höfundur Martin Widmark, Helena Willis
Á útivellinum í Víkurbæ mætast árlega fótboltalið Sólbakka og Víkurbæjar. Spurningin er hvort sigurgöngu Sólbakka muni ljúka í ár. Spæjararnir Lalli og Maja eru mætt á völlinn að hvetja sitt lið: Múhameð Karat er í fantaformi í sókninni, Barbara Berg stendur gallhörð í vörninni og lögreglu[1]stjórinn er kampakátur í markinu. Ekkert getur klikkað. Hei – hvað varð um bikarinn?!
Sögurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Spæjarar á aldrinum 6–10 ára lesa Ráðgátubækur Widmarks og Willis aftur og aftur – og í hvaða röð sem er.
Æsa Guðrún Bjarnadóttir þýddi.