Héraholan
4,490 ISK 3,990 ISK
Höfundur John Dogherty og Thomas Docherty
Hvað á Skúli skjaldbaka til bragðs að taka þegar besta vinkona hans ... hverfur?
Þegar Harpa héri hverfur skilur hún eftir sig svarta, tóma holu.
Skúli skjaldbaka er í öngum sínum.
Hann á erfitt með að sætta sig við að vinkona hans sé farin og gerir allt sem hann getur til að fá hana tilbaka. En hvað ef hún kemur aldrei aftur?
Héraholan er áhrifamikil og hjartnæm saga um sorgina sem fylgir missi og leiðina til að takast á við hana.
Hér má lesa umfjöllun Lestrarklefans um bókina en þar segir meðal annars: „Þetta er mjög mikilvæg bók inn í barnabókaflóruna og ég fagna því að hún hafi verið þýdd, en mikill skortur hefur verið á bókum fyrir börn á íslensku sem fjalla um dauðann. Það er þó ekki þannig að þessi bók sé eingöngu tilvalin fyrir þá sem hafa upplifað missi, alls ekki. Þetta er alltaf gott veganesti inn í lífið því eins og við vitum þá þurfum við öll einhvern tímann á lífsleiðinni að upplifa ástvinamissi.“
Úfgefandi: SALKA