Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Día, Dúi og dýrin

4,190 ISK

Höfundur Hrafnhildur Halldórsdóttir og Signý Gunnarsdóttir

Día, Dúi og dýrin er fyrsta harðspjaldabókin í 16 bóka flokki um þau Díu og Dúa. Sagan gerist í umhverfi sem mörg ung börn á Íslandi þekkja og geta tengt við en í henni er fylgst með Díu og Dúa fara í gegnum Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með foreldrum sínum. Bókin er málhljóða örvandi og er ætluð allra yngstu börnunum eða börnum sem eru sein til máls.

Á hverri síðu eru myndir sem gefa tilefni til hljóðamyndunar og tilmæli til foreldra um hvernig best er að hvetja barnið áfram.

Bókin er skrifuð af talmeinafræðingum er henni ætlað að auka hljóðavitund ungra barna og auka meðvitund foreldra um tækifæri til samskipta í gegnum bókalestur. Í bókinni eru börnin hvött til að herma eftir hljóðum og orðum að fyrirmynd þeirra sem lesa.

Bókin er gefin út af Snúsnú bókaútgáfu.