Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Skrímslaveisla

4,990 ISK

Höfundur Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal

Litla skrímslið ætlar að halda stórkostlega veislu og bjóða til hennar útvöldum heiðursgestum. En hvað gerist þegar fínu og frægu gestirnir láta ekki sjá sig?

Skrímslaveisla er ellefta bókin um skrímslavinina en sögurnar um litla, stóra og loðna skrímslið hafa komið út á fjölda tungumála, hvarvetna vakið hrifningu og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Hér halda skrímslin áfram að heilla börn og fullorðna og bjóða til veislu!