Gula spjaldið í Gautaborg
4,690 ISK
Höfundur Gunnar Helgason
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Ég varð að ná að einbeita mér að leiknum og gleyma öllu veseninu í lífi mínu. Gleyma stelpunum, Tóta og öllu hinu á listanum. Það var bara ekki svo auðvelt. Þú skilur þetta ef þú lest listann. Númer þrjú á honum var: passa að enginn myndi deyja.
Jón Jónsson og félagar eru á leiðinni á stærsta ungmennafótboltamót í heimi – Gothia Cup í Gautaborg. Þangað streyma fótboltastelpur og -strákar frá öllum heimshornum og alla langar að koma heim með gullpening um hálsinn.
En í Gautaborg snýst lífið um ýmislegt annað en fótbolta. Hvað táknar nautið í skrýtnu draumunum hans Jóns og eiga allir eftir að koma lifandi heim? Hvernig fer með Ívar og pabba hans? Og hvernig í ósköpunum á að tækla ástamálin þegar hormónar streyma um æðarnar og unglingabólur spretta á andlitinu eins og arfi!
Gunnar Helgason hefur um árabil getið sér gott orð fyrir barnaefni af ýmsu tagi. Bækur hans um fótboltastrákinn Jón Jónsson vermdu allar efstu sæti metsölulistanna.