Hvíti björninn og litli maurinn
2,990 ISK
Höfundur José Federico Barcelona og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Hvað gerir pínulítill maur sem er aleinn og týndur uppi í fjöllum þegar byrjar að snjóa? Og hvað gerir hvítur björn sem ætlar að sofa heilan vetur en er vakinn aftur og aftur?
Þetta fallega ævintýri segir frá pínulitlum maur sem finnur sér skjól og hlýju hjá hvítum birni. En skjól og hlýja er ekki nóg fyrir einmana maur sem langar til að leika.
Hvíti björninn og litli maurinn miðlar mikilvægum gildum á borð við vináttu, að hjálpast að og veita aðstoð. Sagan ýtir einnig undir mál- og líkamsvitund barna í gegnum skemmtilega frásögn.
José Federico Barcelona starfaði á leikskóla um árabil og sagði söguna af hvíta birninum og litla maurnum við góðar undirtektir barna. Hér lítur sagan loks dagsins ljós með fallegum myndum Sólrúnar Ylfu Ingimarsdóttur og í vandaðri þýðingu Ólafs Páls Jónssonar.
Hér má hlusta á viðtal við Ólaf Pál í Mannlega þættinum á Rás 1