Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lukka og hugmyndavélin - þríleikur
3,990 ISK
Höfundur Eva Rún Þorgeirsdóttir
Bækurnar um Lukku og hugmyndavélina fjalla um undarlega uppfinningu, klára stelpu, hugrakkan strák og snjallan mink. Saman myndar þríleikurinn ævintýralega spennandi sögu sem gerist á ferðalagi um landið. Bækurnar henta börnum á aldrinum 7-11 ára og eru með fullt af myndum!
Höfundur Lukku og hugmyndavélarinnar er Eva Rún Þorgeirsdóttir og Logi Jes Kristjánsson teiknar myndirnar.