Harry Potter og viskusteinninn myndskreytt
7,990 ISK
Höfundur J.K. Rowling
Þessi glæsilega myndskreytta útgáfa kemur út í tilefni af því að árið 2019 voru 20 ár liðin frá því að bókin um Harry Potter kom út á íslensku.
Jim Kay myndskreytir þetta sígilda ævintýri.
Harry Potter hafði aldrei heyrt um Hogwartskólann þegar bréf berst í Rósastræti 4.
Á umslagið sem er úr gulleitu pergamenti er skrifað með smaragðsgrænu bleki en frænka hans og frændi eru snögg að hrifsa það úr höndunum á honum. En áfram berast fleiri bréf…
Á ellefu ára afmæli Harry Potter birtist risavaxinn maður með augu eins og litlar, svartar bjöllur, á heimili þeirra: Rubeus Hagrid. Hann hefur þær fréttir að færa að Harry sé galdramaður og hann hafi fengið inngöngu í Hogwart – skóla galdra og seiða. Og magnað ævintýri hefst!
Helga Haraldsdóttir þýddi.