Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt
Kynvera
2,990 ISK
Höfundur Sigga Dögg
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
kynVera er fyrsta skáldsaga Siggu Daggar kynfræðings. Sagan fjallar um unglingsstúlkuna Veru sem er að ganga í gegnum allar þær breytingar er fylgja kynþroskanum og því að uppgvöta sjálfa sig og ástina.
Höfundur hefur unnið við kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum frá árinu 2010 og finnur að það er æpandi þörf fyrir meiri umræðu um kynlíf, samskipti, samþykki og ástina frá bæjardyrum unglinga. Í þessari bók birtast því raunverulegar samræður og spurningar sem unglingar hafa spurt að í kynfræðslu en einnig hlutir sem höfundur upplifði sjálf sem unglingur.
Þessi bók er ísbrjótur á samræður um hjartans málefni sem mörgum þykja vandræðaleg og óþægileg en eru lífsins nauðsynleg.