Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Samskipti

4,990 ISK

Höfundur Pálmar Ragnarsson

Góð samskipti eru lykillinn að velgengni og þau opna fjölmargar dyr. Þau eru það mikilvægasta sem við getum tileinkað okkur og hafa áhrif á alla þætti lífs okkar. Með færni í samskiptum gerum við lífið einfaldara og skemmtilegra, fækkum árekstrum og auðveldum okkur að kynnast fólki og ná markmiðum okkar. 

Samskipti er leiðarvísir að jákvæðum samskiptum á mörgum sviðum, hvort sem er í einkalífinu, á vinnustað eða í félagslífinu. Farið er ítarlega yfir alls kyns samskipti milli einstaklinga, samskipti í hópum, hagnýtar aðferðir í samskiptum við börn, samskipti við ókunnuga og samskipti á netinu. Í bókinni má finna ótal góð ráð, æfingar, hugleiðingar og dæmisögur til að auka færni okkar á sviði samskipta. Samskipti á erindi við alla því með góðum aðferðum í samskiptum getum við gert okkar eigið líf betra á sama tíma og við bætum líf fólksins í kringum okkur.

Í bókinni koma einnig fram niðurstöður úr stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á samskiptum Íslendinga. Rannsóknin var framkvæmd sérstaklega fyrir bókina og tóku yfir 1300 manns þátt í henni.

Um höfundinn

Pálmar Ragnarsson er þjóðþekktur fyrirlesari en hann hefur haldið yfir 500 fyrirlestra um samskipti um allt land. Pálmar er með BS gráðu í sálfræði og MS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á samskipti á vinnustöðum. Fyrirlestra sína hefur Pálmar haldið í flestum af stærstu fyrirtækjum landsins, fjölda ráðuneyta og stofnana, fyrir starfsfólk og nemendur skóla á öllum stigum, fjölda íþróttaliða og fleiri.

 

Hér má hlusta á viðtal við Pálmar í þættinum Segðu mér á Rás 1.

Hér má lesa viðtal við Pálmar á Vísi