Sumac
9,990 ISK
Höfundur Þráinn Freyr Vigfússon
„Með glæsilegri matreiðslubókum sem komið hafa út hérlendis. Bókin er veigamikið yfirlitsrit yfir matargerðina á Sumac sem er í senn aðgengileg og laus við alla tilgerð.“ - Morgunblaðið
Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins um árabil og nú lítur matreiðslubók staðarins dagsins ljós. Áhersla er lögð á ferskt og gott hráefni sem matreitt er undir áhrifum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Eldur, framandi krydd, fjölbreytileiki og hollar og girnilegar nýjungar eru meginstef bókarinnar sem inniheldur fleiri en hundrað uppskriftir sem prýtt hafa matseðil Sumac.
Þráinn Freyr Vigfússon hefur starfað á mörgum virtum veitingastöðum á Íslandi og erlendis. Hann opnaði veitingastaðina Sumac og ÓX árið 2017. Þráinn hefur verið valinn kokkur ársins hérlendis, keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or og verið meðlimur og þjálfari kokkalandsliðs Íslands.
Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir Heiðdísar Guðbjargar Gunnarsdóttur.
Hér má lesa umfjöllun um bókina á mbl.is