Calling a Wolf a Wolf
3,490 ISK
Höfundur Kaveh Akbar
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
KAVEH AKBAR Í MENGI 16. SEPTEMBER 2023
Íransk-bandaríska ljóðskáldið Kaveh Akbar heimsækir Reykjavík í september 2023 í boði Svikaskálda, Brynju Hjálmsdóttur og Reykjavík Bókmenntaborgar UNESCO.
Kaveh Akbar er stjarna í heimi bandarískrar ljóðlistar um þessar mundir. Hann sló í gegn með sinni fyrstu ljóðabók Calling a Wolf a Wolf árið 2017, og fylgdi henni eftir árið 2021 með Pilgrim Bell. Báðar bækurnar hafa hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar, ásamt einróma lofi gagnrýnenda.
Akbar er fæddur í Teheran í Íran og yrkisefni hans eru gjarnan persnesk arfleifð hans, menning og trúarbrögð, auk þess hvernig það er að vera Bandaríkjamaður af arabískum uppruna. Einnig er hann berorður um eigin glímu við alkóhólisma og fíkn. Skáldskapur hans er persónulegur, innblásinn, margræður og umfram allt sprottinn af lotningu fyrir því sem skáldið sér sem hið heilaga í mannssálinni og heiminum, án þess að veigra sér við því að takast á við það allra ljótasta og grimmasta.
Akbar kennir við Iowa-háskóla og víðar í Bandaríkjunum, hann er ljóðaritstjóri hjá The Nation og með fastan dálk í Paris Review. Ljóð hans hafa m.a. birst í The New Yorker, The New York Times, Paris Review og Best American Poetry. Þá hefur hann haft mikið frumkvæði að því að breiða út ljóðlist almennt, sérstaklega meðal yngra fólks gegnum samfélagsmiðla og á vefriti sínu, Divedapper.
A POETRY BOOK SOCIETY RECOMMENDATION
SHORTLISTED FOR THE FELIX DENNIS PRIZE FOR BEST FIRST COLLECTION 2018
I could not be held responsible
for desire
he could not be held at all
Tracking the joys and pains of the path through addiction, and wrestling with desire, inheritance and faith, Calling a Wolf a Wolf is the darkly sumptuous debut from award-winning poet Kaveh Akbar. These are powerful, intimate poems of thirst: for alcohol, for other bodies, for knowledge and for life.
'The struggle from late youth on, with and without God, agony, narcotics and love, is a torment rarely recorded with such sustained eloquence and passion as you will find in this collection'
FANNY HOWE
'Compelling . . . strange . . . always beautiful'
ROXANE GAY, AUTHOR OF BAD FEMINIST AND HUNGER
'Truly brilliant'
JOHN GREEN, AUTHOR OF THE FAULT IN OUR STARS
'A breathtaking addition to the canon of addiction literature'
PUBLISHERS WEEKLY (STARRED REVIEW)