Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Bókin um veginn

3,990 ISK

Höfundur Lao-Tse

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Bókin um veginn er eitt af fornum öndvegisritum heimsins, meira en tvö þúsund og fimm hundruð ára gömul kínversk speki eftir Lao-Tse. Bókin er í senn stutt og óendanleg, auðskilin og óræð, enda geymir hún djúpa visku um veröldina og margvísleg heilræði um mannlega breytni og farsæl samskipti fólks; hún boðar gæsku og sátt.

Þýðingin er eftir Jakob J. Smára og Yngva Jóhannesson en Halldór Laxness skrifar formálsorð.