Handa á milli
8,990 ISK
Höfundur Áslaug Sverrisdóttir
Undir lok 19. aldar kviknaði umræða um mikilvægi þess að koma á fót heimilisiðnaði á Íslandi. Með iðnbyltingunni tóku vélar og verksmiðjur við framleiðslu gamla sveitasamfélagsins og í breyttum heimi þurfti að endurskilgreina hugmyndir um hefðbundið handverk. Talsmenn heimilisiðnaðar litu þá til norrænna fyrirmynda og upp úr þeim jarðvegi spratt Heimilisiðnaðarfélag Íslands.
Hér er sögð aldarsaga Heimilisiðnaðarfélagsins 1913–2013. Í henni endurspeglast hvernig félagið hefur þróast í takt við samfélagsbreytingar með fjölbreyttu starfi: námskeiðum, norrænu samstarfi, útgáfustarfsemi og verslunarrekstri.
Áslaug Sverrisdóttir fæddist í Reykjavík árið 1940. Hún lauk prófi frá kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands með viðkomu í University of St Andrews, Skotlandi. Hún hefur starfað sem safnvörður við munadeild Árbæjarsafns og stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarskólann. Þá hefur hún ritað fjölda greina í bækur og tímarit.
Bókin er hönnuð af Helgu Gerði Magnúsdóttur, er í glæsilegu útsaumuðu bandi og er ríkulega myndskreytt.