Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Heimsljós - Innbundin
7,290 ISK
Höfundur Halldór Laxness
Heimsljós er ein þekktasta og ástsælasta skáldsaga Halldórs Laxness, stórvirki sem upphaflega kom út í fjórum bókum á árunum 1937-40. Sagan fjallar um lífshlaup Ólafs Kárasonar Ljósvíkings, niðursetnings og alþýðuskálds sem aldrei á fullkomna samleið með öðru fólki.
Ólafur er örsnauður, afskiptur og fyrirlitinn: leiksoppur og fótaþurrka þeirra sem einhvers mega sín. Ævi hans er óslitin þrautaganga en stefnan er ætíð skýr – til móts við fegurðina, þar sem engar sorgir búa.
Heimsljós er margslungið átakaverk, áhrifaríkt, fyndið, róttækt og kraftmikið.