Íslenskar lækningajurtir
5,490 ISK
Höfundur Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, Handbækur um náttúru Íslands
Í þessari handhægu bók er gert grein fyrir lækningamætti íslenskra jurta og úrvali erlendra lækningajurta sem nálgast má hér á landi.
Vissir þú að…
- beitilyngste er frábært gegn svefnleysi?
- gleym-mér-ei er góð á brunasár?
- ilmreyr nýtist vel gegn frjókornaofnæmi?
- söl virkar vel við timburmönnum?
Fjallað er um einkenni jurtanna og hvar þær er að finna, hvaða hlutar þeirra nýtast best til lækninga, virk efni í þeim og áhrif þeirra á mannslíkamann og gegn hvaða kvillum jurtalyf hafa reynst best. Auk þess prýða bókina á þriðja hundrað ljósmyndir í lit af öllum jurtum. Þá er hinum fornu fræðum kínverskra jurtalækninga gerð skil og þau tengd við jurtirnar sem fjallað er um í bókinni.
Íslenskar lækningajurtir kom fyrst út fyrir um 20 árum og hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum óbreytt enda verið feikilega vinsæl. Nú kemur bókin út í nýrri mynd, rækilega uppfærð og endurskoðuð með viðbót um kínverskar lækningar.
Höfundur bókarinnar, Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, nam grasalækningar og síðar kínverskar lækningar og nálastungulækningar á Englandi. Hún hefur starfað við grasa- og nálastungulækningar hér á landi og erlendis um árabil.