Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar
4,990 ISK
Höfundur Tómas Guðmundsson
Tómas Guðmundsson er eitt ástsælasta ljóðskáld Íslendinga. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína, Við sundin blá, 24 ára gamall en útgefnar ljóðabækur hans áttu eftir að verða fimm talsins og birtast þær hér saman í einni bók. Þekktasta ljóðabók Tómasar er án efa Fagra veröld sem sló eftirminnilega í gegn og gerði Tómas að þjóðskáldi í einni svipan.
Ljóðheimur Tómasar er heimur fegurðar, samræmis og rómantíkur en ljóð hans eru einnig jarðbundin, ákveðin, kímin, háðsk og ort með gífurlegri nákvæmni. Tómas er iðulega nefndur Reykjavíkurskáldið enda var höfuðborgin yrkisefni hans í mörgum ljóðanna.
Ljóðabækur Tómasar hafa lengi verið ófáanlegar en koma nú fyrir sjónir lesenda í nýjum búningi með formála eftir Sölva Björn Sigurðsson.
Útgáfuár: 2017
Gerð: Innbundin
Síðufjöldi: 350
Hér má hlusta á Sölva Björn Sigurðsson fjalla um Tómas Guðmundsson: