Ljóðasafn Vilborgar Dagbjartsdóttur
4,990 ISK
Höfundur Vilborg Dagbjartsdóttir
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Þetta ljóðasafn Vilborgar Dagbjartsdóttur geymir allar ljóðabækur hennar, frumsamin ljóð og þýdd, og fáein áður óbirt ljóð. Vilborg vakti athygli strax árið 1960 með fyrstu ljóðabók sinni, Laufinu á trjánum, og rúmum áratug og tveimur ljóðabókum síðar hafði hún tryggt sér stöðu meðal virtustu og vinsælustu skálda okkar, ein fárra kvenna.
Vilborg yrkir á frjálsu, nútímalegu ljóðmáli og kjör og reynsla kvenna og barna verða henni oft að yrkisefni. Ljóð hennar eru opin og ná rakleitt til lesenda en einfaldleikinn er aðeins á yfirborðinu; þau tjá einatt annan veruleika handan við orðin, oft með vel völdum líkingum, beitingu andstæðna og þverstæðna. Umgerðin er fjölbreytt, allt frá knöppum japönskum hækum og seiðandi ljóðum í þjóðkvæðastíl til ljóðabálka og langra prósaljóða.
Þorleifur Hauksson ritar formála.