Laxá í Aðaldal hefur verið kölluð drottning norðursins. Hún er rómuð fyrir fegurð og fisksæld og er ein af perlum íslenskrar náttúru. Hér rekur Steinar J. Lúðvíksson sögu veiða í ánni, segir frá frægum veiðimönnum og minna þekktum, og deilum um nýtingu hennar.
Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Drottning norðursins
9,990 ISK
Höfundur Steinar J. Lúðvíksson
Þá fjallar hann um Laxárfélagið, upphaf þess, starfsemi og endalok, en félagið hafði meginhluta árinnar á leigu í áttatíu ár. Þannig er saga árinnar og félagsins samofin.
Laxá í Aðaldal – Drottning norðursins er ríkulega skreytt myndum, textinn er lifandi og læsilegur – sannkölluð glæsibók. Kjörgripur öllum þeim er stundað hafa stangveiði.