Ástand Íslands um 1700
9,990 ISK
Höfundur Ritstjóri Guðmundur Jónsson
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Hvernig var að búa á gamla Íslandi, landi bænda og sjómanna, höfðingja og almúgamanna? Í bókinni eru kynntar nýjar rannsóknir á íslenska bændasamfélaginu í upphafi 18. aldar og rætt um hugmyndir fræðimanna um það.
Árið 1702 sendi Danakonungur rannsóknarnefnd til Íslands til að gera úttekt á ástandi lands og þjóðar. Nefndin tók saman manntal, kvikfjártal og jarðabók, sem veita einstaklega nákvæmar upplýsingar um lífskjör Íslendinga. Fjölskyldur og heimili, byggð og búsvæði, jarðaskipan og ólík húsakynni fólks birtast ljóslifandi í þessum heimildum. Lýst er stöðu og hag ólíkra stétta og hópa allt frá höfðingjum til lausingja og ómaga. Eignarhald á jörðum er kannað og leitaði svara við spurningunni: Hverjir áttu Ísland?
Bókin er unnin í samvinnu sjö sagnfræðinga og landfræðinga og hefur að geyma 11 greinar um lífshætti og samfélag frá ólíkum sjónarhornum. Bókina prýðir fjöldi mynda, korta og taflna.
Ritstjóri er Guðmundur Jónsson sagnfræðingur.