Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Jökulsævintýrið

6,990 ISK

Höfundur Jakob F. Ásgeirsson

Þegar erfiðleikar steðjuðu að flugfélaginu Loftleiðir um miðja 20. öld tóku Loftleiðamenn sig til og grófu upp úr Vatnajökli DC-3 flugvél sem Bandaríkjaher hafði orðið að skilja eftir ári fyrr við björgun áhafnarinnar á Geysi. Hér er saga leiðangursins rakin í máli og myndum með dagbókarfærslum Alfreðs Elíassonar og ljósmyndum Árna Kjartanssonar .

Vélin reyndist lítt skemmd og flugu Loftleiðamenn henni til Reykjavíkur við mikil fagnaðarlæti bæjarbúa. Síðan seldu þeir flugvélina úr landi og kom þar góður skildingur í kassann á erfiðum tímum.

Leiðangurinn stóð í heilan mánuð og var hin mesta þrekraun. Loftleiðamenn höfðu flogið yfir jökulinn meðan vélin var enn sýnileg og þannig tekist að staðsetja hana nokkurn veginn. Þeir þurftu hins vegar að grafa sjö metra niður á Jökul en svo kölluðu þeir vélina.

Jökulsævintýrið þykir einstakt afrek í flugsögunni og hefur þess verið víða getið af flugáhugamönnum úti um lönd.