Kerlingarfjöll og fleiri náttúruperlur
5,990 ISK
Höfundur Íris Marelsdóttir
Frá sjónarhóli útivistarfólks eru Kerlingarfjöll einhver áhugaverðasti áfangastaður landsins og gildir þá einu hvort fara eigi um á skíðum, fjallahjóli eða tveimur jafnfljótum. Þar ræður mestu einstök náttúrufegurð og fjölbreytileiki sem á vart sinn líka.
Mikil uppbygging á svæðinu auðveldar náttúruunnendum til muna að njóta ferðarinnar. Hér er bent á fjölda ferðamöguleika: fjallgöngur, skíðaleiðir, hjólaleiðir og lengri ferðaleiðir um Kerlingarfjallasvæðið og nágrenni þess. Auk glöggra leiðarlýsinga geymir bókin fjölmörg heilræði og ábendingar auk sagna og fróðleiks af ýmsu tagi.
Íris Marelsdóttir er sjúkraþjálfari að mennt, hjálparsveitarkona og einn reyndasti gönguleiðsögumaður landsins. Eftir hana hefur einnig komið út bókin Gönguleiðir að fjallabaki.