Writer's Homes
3,490 ISK 1,990 ISK
Höfundur Björn G. Björnsson
Íslendingar eru þekktir fyrir bókmenntaarfinn og söfn um skáld eru um allt land: Snorrastofa í Reykholti, Hraun í Öxnadal, Davíðshús, Sigurhæðir og Nonnahús á Akureyri, Skriðuklaustur í Fljótsdal, Þórbergssetur á Hala og Gljúfrasteinn í Mosfellssveit. Auk þess er sýning á miðaldahandritunum í Þjóðmenningarhúsi. Allir þessir staðir - og allar þessar byggingar - eru hluti af íslenskum menningararfi og meðal þess besta og merkasta sem við eigum á þessu sviði. Höfundur bókanna er Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður. Þýðandi er Anna Yates. Þetta eru handhægar bækur með ríkulegu myndefni og stuttum texta og í hverri bók er kort sem sýnir staðsetningu þess sem fjallað er um ásamt gagnlegum upplýsingum. Hér er bætt úr brýnni þörf því lítið hefur verið um bækur af þessu tagi á markaðnum, áherslan hefur verið á landið og náttúruna. Bækurnar eru fáanlegar bæði á íslensku og ensku. Smelltu á kápurnar til að lesa um hinar bækurnar.