Þú ræður - Náðu stjórn með 4 vikna matarprógrammi
6,990 ISK
Höfundur Elísabet Reynisdóttir
Í bókinni Þú ræður finnur þú fjölbreyttan fróðleik um heildræna heilsu ásamt fjölda girnilegra uppskrifta þar sem spriklandi ferskt og næringarríkt hráefni úr íslenskri náttúru leikur lykilhlutverkið. Allar uppskriftirnar hafa það að markmiði að stilla blóðsykurinn svo hann haldist í góðu jafnvægi út daginn, en það er einmitt eitt það dýrmætasta sem þú getur gert til að auka heilbrigði þína og vellíðan.
Prógrammið í bókinni er sérhannað af Betu Reynis næringarfræðingi og byggist á því mataræði og þeim aðferðum sem hún sjálf nýtti sér til bjargar eigin heilsu eftir lífshættuleg veikindi. Bókinni er fyrst og fremst ætlað að hjálpa þér til að ná stjórn á mataræði þínu og lífstíl, og um leið koma böndum á blóðsykurinn. Í bókinni kynnir Beta árangursríkar aðferðir sem skila sér í mögnuðum breytingum á orku og lífsgæðum. Þetta eru einfaldar en skotheldar aðferðir sem örva efnaskipti líkamans, auka orku, hámarka nýtingu næringarefna, draga úr sykurlöngun, mýkja liði, auka kynhvöt, drifkraft og almenna lífsgleði.
Það er undir þér komið hvort þú nærð að taka ábyrgð á eigin heilsu - þú ræður ferðinni.
Beta Reynis er menntaður næringarþerapisti og næringarfræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil unnið með einstaklingum sem bæta vilja heilsu sína og líðan. Með heildrænni nálgun og einstaklingsmiðaðri ráðgjöf kennir Beta aðferðir sem hjálpa einstaklingum til að taka meiri ábyrgð á eigin heilsu.