Borða, biðja, elska
1,990 ISK
Höfundur Elizabeth Gilbert
Elizabeth Gilbert var um þrítugt og líf hennar nákvæmlega eins og það „átti" að vera. Hún var í góðri vinnu, átti fallegt heimili og mann sem vildi stofna fjölskyldu. Þrátt fyrir það voru einmanaleiki og þunglyndi hennar nánustu félagar. Eftir erfiðan skilnað og eldheitt en stormasamt ástarsamband ákveður Liz að fara út í heim í leit að sjálfri sér. Fyrst liggur leiðin til Ítalíu þar sem hún nýtur þess að borða góðan mat - og mikið af honum. Á Indlandi leggur hún síðan stund á andlega íhugun og finnur innri ró með því að skrúbba steingólf. Að lokum endar Liz ferðalag sitt á Balí í Indónesíu þar sem tannlaus töfralæknir hjálpar henni að öðlast jafnvægi milli holdlegra og andlegra hugðarefna og þá loksins finnur hún hamingjuna. Hún er orðin sú sem hún vill vera. Borða, biðja, elska er í senn ferðasaga, uppbyggileg sjálfsskoðun og ástarsaga sem sögð er að mikilli glettni, djúpu innsæi og spriklandi frásagnargleði.
Elizabeth Gilbert fer með okkur í pílagrímsferð og kryddar hana með þeim húmor, töfrum og innsæi sem aðeins skapast þegar heiðarleg sjálfsskoðun og ritsnilld fara saman. - Jack Kornfield
Það þarf engan flugmið til að leggja upp í andlega ferð sem þessa. Töfrandi og heiðarleg saga sem allir verða að lesa. - Oprah Winfrey
Vefsíða Gilbert: http://www.elizabethgilbert.com
Lofuð er sjálfstætt framhald af Borða, biðja, elska