Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Dýraríkið
19,900 ISK
Höfundur Örnólfur Thorlacius
Yfirgripsmikið verk um dýrafræði í tveimur bindum, prýtt fjölda mynda. Í senn fræðslurit og uppflettirit um undirstöður dýrafræðinnar, flokkun og einkenni dýra af öllum stærðum og gerðum.
Kennarann og alþýðufræðarann Örnólf Thorlacius þarf vart að kynna. Eftir hann liggur fjöldi kennslubóka og rita almenns eðlis en Dýraríkið, sem hér kemur út í fyrsta sinn, er hans metnaðarfyllsta ritverk og ber vitni ævilangri ástríðu höfundar fyrir viðfangsefninu.