Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Stríð og kliður

3,990 ISK

Höfundur Sverrir Norland

Stríð og kliður er leiftrandi hugmyndarík og ögrandi bók sem talar til lesenda á öllum aldri. Höfundur sækir jöfnum höndum í eigið líf og skrif vísindamanna og skálda í aldanna rás og útkoman er frumleg og hrífandi glíma við margar stærstu spurningar samtímans.

Þurfum við að endurhugsa samfélög okkar frá grunni? Eru það hinir gæfustu sem lifa af? Er heimurinn virkilega að farast? Búum við í tækniræði? Hvað verður um óhemjurnar?

Fyrir nokkrum árum féllust Sverri Norland hendur andspænis þeim tröllauknu áskorunum sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir — mengaðri náttúru, útrýmingu dýrategunda, yfirtöku tækninnar, samþjöppun auðs á fárra hendur. Hér rekur hann hvernig honum tókst að vinna sig út úr þeirri lægð og á vit bjartsýnni aðferða til að takast á við krefjandi verkefni framtíðarinnar.

Sverrir Norland er landsþekktur fyrir margbreytileg bókmenntatengd störf. Hann er rithöfundur, þýðandi, útgefandi og gagnrýnandi í Kiljunni og hefur auk þess látið að sér kveða á sviði umhverfismála. Stríð og kliður er ellefta bók hans.