Tarot - nútíð og framtíð
2,990 ISK 2,490 ISK
Höfundur Hera Karlsdóttir
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Tarotspilin voru fyrst þekkt í Suður-Evrópu og sögð hafa borist milli landa með sígaunum á ferðum þeirra en óljóst er um uppruna þeirra. Vitað er að Tarotspilin voru til á miðöldum og mikið notuð sem spáspil og ef til vill líka sem fjárhættuspil.
Við notkun Tarotspila sjáum við okkar innri mann í nýju ljósi. Þau eru okkur hvorki hliðholl né andstæð en senda boð og ráðleggingar. Hvort eða hvernig við nýtum okkur skilaboð þeirra er undir okkur sjálfum komið.
Bókin er ætluð byrjendum og því er saga spilanna stuttlega rakin og getið um eldri meistara í fræðunum. Spilunum er lýst, merking þeirra túlkuð og að lokum sýndar einfaldar lagnir með fáum spilum sem auðvelt og fljótlegt er að lesa úr þegar búið er að læra táknin. Þegar leiknin eykst má leggja spilin á ýmsa vegu og nota fleiri spil, jafnvel allan stokkinn.
Athugið að spil fylgja ekki bókinni, en lesa má úr öllum hefðbundnum spilum með bókinni.