Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Jólasveinarnir
4,990 ISK 4,490 ISK
Höfundur Iðunn Steinsdóttir, Búi Kristjánsson
Þegar jólin nálgast fara skrýtnir náungar á kreik, þeir klöngrast ofan úr fjöllunum og stefna í átt til byggða með sitt síða skegg og úttroðna poka á baki. Hvaða karlar eru þetta og hvað skyldi vera í pokunum þeirra?
Jólasveinarnir þrettán koma víða við, á bæjunum í sveitinni, þorpum og borg; á Sauðárkróki, Seyðisfirði, í Mosfellsbæ og Reykjavík, Vestmannaeyjum og Akureyri. Þeir gleyma engum góðum börnum, hvort sem þau búa í margra hæða blokk eða á sveitabæ. Hér segir Iðunn Steinsdóttir bráðskemmtilegar sögur af ferðalögum þeirra og ævintýrum sem má lesa aftur og aftur.
Útgefandi: SALKA