Jólasveinarnir 13
2,690 ISK
Höfundur Brian Pilkington
Margir eiga erfitt með að muna í hvaða röð blessaðir jólasveinarnir koma til byggða. Nú er komin út hreint bráðskemmtileg bók sem leysir þann vanda á einu bretti og fræðir lesendur líka um ýmislegt gagnlegt um sveinana þrettán.
Vissir þú til dæmis að Stekkjarstaur er dálítill mömmustrákur?
Eða af hverju varast skal að hafa mikið af táfýlusokkum í barnaherbergjum í kringum 22. desember?
Já eða af hverju Grýla þarf sárasjaldan að vaska upp?
Í bókinni um Jólasveinana þrettán eru líka upplýsingar um uppáhaldsmat og gotterí mismunandi jólasveina og gefin góð ráð um hvernig best sé að kynnast þeim og skemmta. Þar er líka að finna alls konar jólalega fróðleiksmola, til dæmis um hvernig maður óskar fólki gleðilegra jóla á ýmsum tungumálum – meira að segja á táknmáli.
Höfundur textans og myndanna í bókinni um jólasveinana þrettán er fjölhæfur listamaður að nafni Brian Pilkington en hann á heiðurinn af ófáum listaverkum í íslenskum barnabókum auk þess sem hann hefur starfað vítt og breitt sem teiknari og myndskreytir.
Bókin kemur út á íslensku og ensku.
****1/2
„Bókin er mjög skemmtileg og fræðandi fyrir jólabörn og hjálpar þeim að telja niður til jóla.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið