Kroko Loko
3,990 ISK
Höfundur Nordic Games
Hver gerir lengsta krókódílinn?
Vissir þú að krókódílar eru stórhættulegar skepnur sem éta allt sem á vegi þeirra verður? Því meira sem þeir éta í Kroko Loko, þeim mun lengri verða þeir. Veldu þér krókódíl og reyndu að gera þinn krókódíl þann lengsta.
Í grunninn er Kroko Loko minnisspil fyrir yngstu börnin. Í kassanum eru 28 dýraspjöld sem eru með dýr á sjó, landi og lofti. Þegar þú átt að gera, þá kastarðu tening og átt að finna dýr með þeirri staðsetningu sem kemur á teningum (sjó, landi eða lofti). Ef þú finnur rétt spjald þá stækkar þú krókódílinn þinn. Það ykkar sem endar með stærsta krókódílinn vinnur.
Á teningnum eru líka fleiri fletir sem gera þér kleift að:
- velja einn af þremur flokkum,
- stela af öðrum leikmanni, eða
- sleppa að gera.
Aldur: 4 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20 mín.