Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Scrabble íslenskt
9,990 ISK
Höfundur Nordic Games
Hið sívinsæla Scrabble, sem Íslendingar þekkja einnig sem Skrafl, er nú komið aftur í endurbættri útgáfu en það hefur verið ófáanlegt um árabil.
Eins og áður snýst spilið um að mynda orð með stafatöflum á leikborði þannig að þau gefi sem flest stig.
Stigakerfið hefur verið endurreiknað og stafatöflurnar eru úr viði en leikurinn er í grunninn sá sami.
Nú geta allir stafsetningarsjúklingar og aðrir orðheppnir tekið gleði sína og spilað nýtt og betra Scrabble!