500 mílur frá mér til þín
3,990 ISK
Höfundur Jenny Colgan
Alyssa Westcott kallar ekki allt ömmu sína, enda hefur hún unnið lengi sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku í London. Þegar hún verður vitni að hræðilegu banaslysi, sem hún nær ekki að henda reiður á, hrynur tilvera hennar. Fimm hundruð mílum norðar starfar Cormac sem hjúkrunarfræðingur í rólega þorpinu Kirrinfief þar sem ung stúlka bíður eftir nýju hjarta. Þegar þrýst er á Alyssu að hafa vistaskipti við Cormac í Skotlandi lætur hún tilleiðast í von um að ná aftur stjórn á lífi sínu. Henni þykir þorpsbúar hafa fullmikinn áhuga á lífi hennar – og þeim finnst hún aðeins of þurr á manninn. Í hennar stað í London kemur Cormac sem finnst tilhugsunin um líf í stórborginni yfirþyrmandi. Þau kynnast smám saman í samskiptum á netinu um sjúklingana. Hugurinn ber mann hálfa leið en getur ástin kviknað í hjörtum sem 500 mílur skilja að?
Sjálfstætt framhald Litlu bókabúðinni í hálöndunum og Litlu bókabúðinni við vatnið eftir skoska metsöluhöfundinn Jenny Colgan.