Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bakað með Elenoru Rós
3,690 ISK
Höfundur Elenora Rós Georgesdóttir
Biblía heimabakarans! Hér hefur Elenora Rós Georgesdóttir tekið saman sínar uppáhalds uppskriftir sem spanna allt frá einföldum súrdeigsbakstri til gómsætra súkkulaðivafninga og allt þar á milli.
Bókin inniheldur einnig ítarlega kennslu í súrdeigsbrauðgerð og öll þau helstu trix sem þarf að kunna til að baksturinn heppnist sem best.
Elenora vinnur við bakstur í Bláa Lóninu og hefur haldið úti vinsælu instagram síðunni Bakaranora um nokkurt skeið.
„Uppskriftirnar í bókinni eru margar hverjar mjög persónulegar og um leið uppáhalds. Þær eru fjölbreyttar og það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Njótið vel!“ -Elenora Rós