Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sælkeraflakk um Provence

1,990 ISK 999 ISK

Höfundur Sigríður Gunnarsdóttir

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Sælkeraflakk um Provence eftir mæðgurnar Sigríði Gunnarsdóttur og Silju Sallé en fyrri bækur þeirra þeirra Sælkeraferð um Frakkland og Sælkeragöngur um París hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Matargerð hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Frakka en talað er um að heitasta ást þeirra sé matarástin. Fyrir Frökkum snýst matargerð ekki bara um fæðu; hún heldur fjölskyldunni saman, eflir vinatengsl og vekur vellíðan og gleði. Hamingjan á heima við matarborðið.

Að þessu sinni fara þær mæðgur með okkur í ferð um sveitir ­Provence en hvergi í Frakklandi er matreiðsla eins nátengd hamingjunni og hvergi er úrval og gæði matvæla eins stórfenglegt. Ilmandi hvítlaukur og ólífuolía er allra meina bót. Þar er einnig blómleg vínframleiðsla, allt frá svalandi rósavíni, bragðmiklu hvítvíni til þekktustu rauðvína heims, má þar nefna Côtes-du-Rhône sem framleitt er stutt frá Avignon. Í hverjum kafla eru dásemdaruppskriftir að forréttum, aðalréttum og eftirréttum að hætti Provencebúa.

Litrík og girnileg bók sem svo sannarlega færir gleði í líf okkar! Nú eru þrjár bækur í flokki Sigríðar og Silju.