Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Mamma kaka & Mamma sandkaka

6,990 ISK

Höfundur Lóa H. Hjálmtýsdóttir

Tvær frábærar og fyndnar bækur úr smiðju Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur saman í einum pakka! 

 

Mamma sandkaka

Dalía er komin til fyrirheitna landsins, Tenerife, með pabba sínum. Hann virðist þó ekki skilja að frí eru alls ekki til að hvíla sig og Dalíu er farið að leiðast. En hver skyldi þá birtast og bjarga málunum nema…æi, ætli það sé ekki best að þú lesir bókina til að komast að því.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er listakona sem fæst við myndlist og skriftir, söng og grín. Hún hefur hlotið verðlaun og tilnefningar fyrir barnabækur sínar, meðal annars til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Barnabókaverðlaunanna Norðurlandaráðs, Barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins, Bóksalaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.

Hér má lesa umfjöllun Lestrarklefans um bókina í þar segir meðal annars: Ekki hika við að grípa Mömmu Sandköku í næstu bókabúð eða á hverfisbókasafninu. Hún mun gera lesturinn fyrir svefninn sumarlegan og fjörugan.

 

Mamma kaka

Viggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er fjöllistakona sem fæst við myndlist og skriftir, söng, grín, myndasögur og karókí. Hún var tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína Grísafjörð sem einnig var valin barnabók ársins af bóksölum landsins og Morgunblaðinu. 

Mamma kaka fékk lofsamlegan bókadóm í Morgunblaðinu þar sem meðal annars segir: „Bravó, segi ég bara! Mamma kaka er svo algjörlega frábær bók að mér finnst óþarfi að fara í einhverjar málalengingar áður en það kemur fram.“