Drottningarnar í garðinum
4,290 ISK
Höfundur Camila Sosa Villada
Hópur kynlífsverkakvenna er á næturrölti í Sarmiento-garðinum í Córdoba, Argentínu. Þær heyra barnsgrát í nóttinni. Encarna frænka, leiðtogi þeirra, ryður sér leið í gegnum skógarþykknið og finnur barn, sem hún tekur að sér, eins og hún hefur tekið margar útskúfaðar konur að sér, þar á meðal Camilu. Í bleika húsinu hennar Encörnu frænku finnst skjól fyrir daglegum ógnum, sjúkdómum og ofbeldi af hálfu kúnna, lögregluþjóna og ástmanna. Mállaus kona umbreytist í fugl, hauslaus maður flýr stríð og Camila berst fyrir að ráða lífi sínu og kyngervi sjálf. Raunveruleikinn er sveipaður töfrum drungalegs ævintýris. Drottningarnar í garðinum hefur verið þýdd á ótal tungumál og unnið til margra verðlauna. Höfundurinn Camila Sosa Villada er einnig leikkona og baráttukona.
„Stórkostlegur heimur sem er í senn ofbeldisfullur og blíður. Þessi saga ögrar, á fallegu máli … hún ögrar hugmyndum okkar um kyngervi, kynhneigð og ástina með töfrandi blæ ævintýris.“ – Wall Street Journal
„[Sosa Villada] skrifar á tungumáli sem virðist sprottið úr draumum og ævintýrum… Bókmenntalegur stórviðburður.“ – Rolling Stone
„Bók um vinskap, langanir, ofbeldi. Hún storkar öllum núverandi römmum pólitíkur og bókmennta, þetta er brot úr framtíðinni.“ –Édouard Louis