Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Eldri konur kilja

6,990 ISK

Höfundur Eva Rún Snorradóttir

Ung kona gefur rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum og rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana. Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Við kynnumst konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum.

 

Ég hef alltaf verið rótlaus og vannærð. Þegar ég kynntist áfengi fannst mér eins og ég væri gróðursett í sólríkan lund. Tilveran fékk á sig fagurgulan blæ eins og horft væri gegnum litað gler. Allt varð bærilegra. Fljótlega fór ég þó út í harðara efni.

 

Efnið mitt gerir mig heila, fyllir mig krafti, lífi, fær mig til að engjast um af fráhvörfum og þráhyggju, lemja, slá, fær mig umsvifalaust til að steypa mér í glötun.

Efnið mitt er eldri konur.

Ung kona gefur lesendum rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum. Hún rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsáranna gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana.

Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Lesandi kynnist konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum.

Eva Rún Snorradóttir hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Heimsendir fylgir þér alla æviTappi á himninum og Fræ sem frjóvga myrkrið sem og sagnasveiginn Óskilamunir.

Þetta er hennar fyrsta skáldsaga.