Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fiðrildafangarinn

4,290 ISK

Höfundur Ann Cleeves

Líkfundur raskar friðsældinni í Dalbæ, litlu samfélagi í Norðymbralandi. Áður en langt um líður finnst annað lík. Það eina sem fórnarlömbin virðast eiga sameiginlegt er ástríða fyrir fiðrildum.
Þegar Vera Stanhope fer að að rannsaka málið kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í Dalbæ. Þar reynast vera mörg leyndarmál sem íbúarnir vilja ekki að komist upp á yfirborðið – og sum þeirra bera dauðann í sér.

Bækur breska verðlaunahöfundarins Ann Cleeves um Veru Stanhope njóta mikilla vinsælda, ekki síst eftir gerð velheppnaðra sjónvarpsþátta. Þetta er sjötta bókin um Veru sem kemur út á íslensku.

Ragnar Hauksson þýddi.