Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Frá Hollywood til heilunar

6,490 ISK

Höfundur Jóhanna Jónas

Jóhanna Jónas naut lengi velgengni sem leikkona en skipti svo alveg um pól og starfar núna sem eftirsóttur orkuheilari og kennari.

Frá Hollywood til heilunar er áhrifamikil frásögn af lífshlaupi Jóhönnu, sem ung að árum þurfti að kljást við ótal erfiðar áskoranir og áföll; sorg, missi, einelti og átröskun ásamt öðrum veikindum, bæði líkamlegum og andlegum.

Jóhanna var afar næm sem barn og varð síðar mjög leitandi. Árið 1998, á tímabili mikilla erfiðleika, varð hún fyrir sterkri andlegri reynslu sem breytti öllu í lífi hennar. Við fylgjum sögu Jóhönnu í gegnum miklar þrengingar og kynnumst einstökum baráttuvilja og þrautseigju sem að lokum leiða til heilunar og nýrrar tilveru. Inn í frásögnina fléttast viska og fróðleikur um möguleika til adlegrar vinnu, sjálfshjálpar og lífsþroska.