Ævisaga Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er stórmerkileg og sætir tíðindum. Geir var einn þekktasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um áratuga skeið á tímum mikilla breytinga. Í opinskárri ævisögu sinni veitir hann einstaka innsýn í baksvið stjórnmálanna en skrifar jafnframt af einlægni um einkalíf sitt.
Geir H. Haarde - ævisaga
7,990 ISK
Höfundur Geir H. Haarde
„Fáum dögum síðar skrifar Steindór afi minn mömmu í Noregi að amma mín hafi loks ákveðið að segja mér tíðindin og hann sé viss um að það hafi verið eins vel gert og hægt var miðað við aðstæður.“
Í opinskárri ævisögu sinni veitir Geir einstaka innsýn í baksvið stjórnmálanna, meðal annars mánuðina örlagaríku haustið 2008, og er óhætt að segja að þar komi ýmislegt á óvart. Hann fjallar einnig ítarlega og gagnrýnið um landsdómsmálið.
Geir skrifar af einlægni um einkalíf sitt, uppvöxt í Vesturbæ Reykjavíkur, MR og námsár í Bandaríkjunum en einnig dramatíska atburði úr æsku sem hann hefur aldrei rætt opinberlega áður, þar á meðal viðkvæm fjölskyldumál.
Geir styðst við margvísleg gögn úr sínu einkasafni – sendibréf, tölvupósta, símskeyti, smáskilaboð, minnisblöð og dagbækur en einnig myndir. Fæst af því hefur áður komið fyrir almenningssjónir.
Ævisaga Geirs H. Haarde er stórmerkileg og sætir tíðindum.