Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Gummi - endurminningar Guðmundar Hafsteins

7,990 ISK

Höfundur Snorri Másson

Hér er sögð stórbrotin saga Guðmundar Hafsteinssonar (Gumma) en hann er líklega sá Íslendingur sem hefur náð lengst á framabraut í tæknigeiranum í Kísildal í Kaliforníu. Viðburðaríkum ferli Gumma er fylgt eftir, allt frá því að hann fékk ungur að aldri áhuga á forritun og þar til hann komst til æðstu metorða hjá Google.

Ferðalagið úr stofunni í Breiðholti á níunda áratugnum og alla leið í fremstu víglínu gervigreindarbyltingarinnar hjá bandarískum tæknirisa er ein áhugaverðasta ævisaga sem komið hefur út hér á landi um nokkurt skeið. Hér má lesa um kynni Gumma af mestu áhrifamönnum greinarinnar, eins og Steve Jobs hjá Apple, Mark Zuckerberg hjá Facebook-Meta og stofnendum Google.

Snorri Másson, blaðamaður og rithöfundur, skrifar hér lipra frásögn þar sem lesandinn fær innsýn í dulinn heim tæknirisanna. Ferill Gumma, sem nú er stjórnarformaður Icelandair, er saga af tækniframförum 21. aldar og slík saga hefur sjaldan átt eins brýnt erindi við samtímann og einmitt nú.