Millileikur
4,690 ISK
Höfundur Sally Rooney
Pétur er ríflega þrítugur lögmaður og lifir erilsömu lífi í hringiðu borgarinnar. Hann kennir við háskólann, flytur mál fyrir rétti, skemmtir sér grimmt og gistir oft hjá Naomi, sem er ung og villt, en er líka í nánu sambandi við Sylvíu, fyrrverandi unnustu sína sem hann getur ekki hætt að elska.
Ívan er tíu árum yngri, var upprennandi skáksnillingur sem unglingur en hefur staðnað og líf hans er stefnulaust þó að hann hafi lokið háskólanámi. Hann er feiminn einfari en þegar hann hittir Margréti, konu á fertugsaldri með erfitt hjónaband að baki, bresta allar varnir og milli þeirra kviknar eldheit ást.
Faðir bræðranna er nýdáinn og sorgin ristir inn í kviku; báðir eru næmir og viðkvæmir, taugarnar þandar. Ástandið leiðir til óbærilegrar spennu, samskiptin eru erfið og hvor um sig þarf að gera upp líf sitt og langanir.