Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Síðasti bóksalinn
4,290 ISK
Höfundur Ingimar Bjarni Sverrisson
Síðasti Bóksalinn er stutt og spennandi saga, í senn óður til bókabúða og hugleiðing um lífið í stjórnlausu samfélagi.
Á fallegum sumardegi þarf sögupersónan Mikael, títt nefndur síðasti bóksali borgarinnar, að ákveða hvernig hann sker sig úr snöru sem valdmeiri einstaklingar hafa búið honum. Hann gerir sér grein fyrir hverjar takmarkanir hans eru sem og tækifærin sem sjálfstæði hafa veitt honum. Í lok dags er það eina sem skiptir hann máli litla bókabúðin hans og hvernig getur hann verndað hana þegar allt er að sjóða yfir í bænum.