Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Speglahúsið
8,490 ISK
Höfundur Benný Sif Ísleifsdóttir
Miðaldra hárgreiðslukonan Rósa leggur skærin á hilluna, flytur austur í Mjóafjörð og kemur á fót óvenjulegri ferðaþjónustu. Meðan ferðamenn setja sig í spor Lísu, sem lá lömuð þar um miðja síðustu öld, bakar Rósa fyrir kaffihúsið og hugsar til ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið. Mögnuð saga frá höfundi Hansdætra.