Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Uppfærslur

3,990 ISK

Höfundur Andrés Ingason

Tómas og Hildur standa á krossgötum eftir langa sambúð. Óvæntar breytingar í nærumhverfi Tómasar vekja hvöt hjá honum til að láta að sér kveða í þjóðmálum. Í kjölfarið rekur hann sig þó á nýtt og breytt samfélag, þar sem eftirspurnin eftir skoðunum hans og starfskröftum er minni en hann hafði átt von á, nema kannski þar sem síst skyldi. Á sama tíma stendur Hildur frammi fyrir stórum ákvörðunum sem gætu gjörbreytt lífi þeirra beggja.


Andrés fæddist árið 1978, ólst upp á landsbyggðinni og gekk menntaveginn í Danmörku, en býr nú ásamt konu og börnum í Reykjavík. Á daginn sinnir hann einna helst rannsóknum á arfgengum þætti geðraskana og tengdra sálarmeina, en þess á milli styttir hann sér stundir við lítilsigld skáldsagnaskrif til að bægja huganum frá lífs-angistinni, flugviskubitinu og heimsendaóttanum.